Aukinn stuðningur við námsmenn Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2019 11:00 Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar