Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales ávarpaði þjóð sína í gær. Getty Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum. Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.
Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05