Þegar Engin(n) stóð í marki Tyrkja Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson sem eru hér með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, skoruðu samanlagt sex sinnum framhjá Engin Ipekoglu í landsleik. vísir/Eyþór Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira