Komst ekki í liðið á Laugardalsvelli en spilar nú stjörnuhlutverk í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Caglar Soyuncu fagnar sigri með Leicester City. Getty/Michael Regan Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira