Svíar reiðir vegna náðunar morðingja táningsstúlku í Srí Lanka Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 21:42 Yvonne Jonsson var nítján ára gömul þegar hún var myrt. Ákvörðun forsetans hefur vakið mikla reiði, bæði á Srí Lanka og í Svíþjóð. Vísir/Getty Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans. Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans.
Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira