Viðvörunarbjöllur hringja í Texas Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2019 08:15 Gregg Popovich. Edward A. Ornelas/Getty Images Fara þarf aftur til vormánaðanna 1997 til að finna síðustu úrslitakeppnina í NBA-deildinni sem San Antonio Spurs tók ekki þátt í en það stefnir allt í að 22 ára þátttöku Spurs sé lokið. Velgengni Spurs-liðsins hefur verið með ólíkindum síðustu áratugi og hefur félagið aðeins misst fjórum sinnum af úrslitakeppninni síðan það fluttist til San Antonio árið 1973. Sem dæmi um hversu langt er liðið síðan Spurs tók ekki þátt í úrslitakeppninni var Bill Clinton að hefja aðra stjórnartíð sína sem forseti Bandaríkjanna þegar Spurs missti síðast af úrslitakeppninni en eftir tólf tapleiki í síðustu fjórtán leikjum eru lærisveinar Popovich í nýjum kringumstæðum. Neyðarleg byrjun tímabilsins hjá Golden State Warriors skyggir aðeins á byrjun Spurs sem er komið langleiðina með að tapa jafn mörgum leikjum í vetur (13) og allt tímabilið 2015-16 þegar Spurs tapaði fimmtán leikjum. Hinn sjötugi Popovich tók við liðinu um mitt tímabil árið 1996 og var því þjálfari liðsins síðast þegar það missti af úrslitakeppninni en þessi sigursælasti þjálfari sögunnar þarf að finna lausn á vandamálum Spurs hið snarasta.SAN ANTONIO,TX - DECEMBER 18: Former San Antonio Spurs stars Tim Duncan listens to the speeches during the ceremony honoring and retiring of Tim Duncan number after the game against the New Orleans Pelicans at AT&T Center on December 18, 2016 in San Antonio, Texas. Behind Duncan are the five NBA Championship trophies that were won by the Spurs while Duncan was part of the team. Ceremony took place after game against the New Orleans Pelicans. NOTE TO USER: User expressly acknowledges and agrees that , by downloading and or using this photograph, User is consenting to the terms and conditions of the Getty Images License Agreement. (Photo by Ronald Cortes/Getty Images)Tvíburaturnarnir sem byrjuðu gullöldina í San Antonio Þegar David Robinson kom inn í lið Spurs á haustdögunum 1990 var skyndilega kominn leikmaður sem hægt var að byggja lið í kringum og komst liðið í úrslitakeppnina sjö ár í röð með Robinson sem var yfirleitt titlaður „aðmírállinn“ í fremstu röð. Meiðsli Robinsons og fleiri lykilleikmanna árið 1996 gerði það að verkum að Spurs missti af úrslitakeppninni og hlaut fyrsta valrétt í nýliðavalinu en það reyndist heillaskref. Með fyrsta valrétt tók Spurs hinn unga Tim Duncan sem ásamt Robinson myndaði ógnarsterkt tvíeyki sem var kallað „tvíburaturnarnir“. Saman unnu Robinson og Duncan fyrstu tvo meistaratitlana í sögu félagsins árin 1999 og 2003 en þá lét Robinson staðar numið. Við það tækifæri tóku Tony Parker og Manu Ginobili við keflinu og sáu til þess að Spurs ynni tvo meistaratitla, árið 2005 og aftur 2007. Spurs átti eftir að vinna einn meistaratitil til viðbótar þegar hinn lítt þekkti Kawhi Leonard skaust fram á sjónarsviðið og Spurs náði að stöðva sigurgöngu Miami Heat-liðsins sem LeBron James leiddi. Þríeykið Duncan, Parker og Ginobili átti enn nóg eftir til að skila góðum sóknarleik en varnarleikur Leonards færði Spurs 4-0 sigur í einvíginu.TORONTO, ON - February 22: In first half action, San Antonio Spurs guard DeMar DeRozan (10) tries to work around Toronto Raptors forward Kawhi Leonard (2) The Toronto Raptors took on the San Antonio Spurs in NBA basketball action at the Scotiabank arena in Toronto. The game marks the first time former Raptor star DeMar DeRozan was back playing in Toronto since his trade. (Richard Lautens/Toronto Star via Getty Images)Dýrkeypt skipti við Toronto Í Leonard var Spurs með öflugan leikmann á báðum endum vallarins sem hægt væri að byggja framtíðarlið á og var Spurs fastagestur í úrslitakeppninni næstu árin þrátt fyrir að Duncan léti staðar numið líkt og Manu Ginobili. Næst komst Leonard því að koma Spurs í úrslitin á vordögunum 2017 en meiðsli í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar komu í veg fyrir að hann tæki þátt gegn Golden State Warriors sem sópaði Spurs í sumarfrí. Ári síðar voru meiðsli að hrjá Leonard sem lenti í útistöðum við forráðamenn Spurs og krafðist þess að sér yrði skipt frá félaginu. Að lokum tókst Spurs að komast að samkomulagi við Toronto Raptors um að senda Leonard og Danny Green til Kanada í skiptum fyrir DeMar DeRozan til að koma í veg fyrir að Leonard yrði áfram í Vesturdeildinni. Í DeRozan fékk San Antonio fínan leikmann sem var ekki þekktur fyrir afrek sín í úrslitakeppninni og féll Spurs út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Á sama tíma náði Leonard að leiða lið Raptors að fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins í vor. Vandræði Spurs hafa haldið áfram á þessu tímabili en eftir fjóra sigurleiki í fyrstu fimm umferðunum gegn lakari liðum deildarinnar hefur liðið nú aðeins unnið sex leiki af nítján, þar af tvo þeirra gegn slakasta liði deildarinnar, New York Knicks. Varnarleikurinn sem var aðalsmerki liðsins hefur hrunið og er lið Spurs við botninn í flestum tölfræðiþáttum þegar kemur að varnarleik. Sóknarleikur liðsins gengur enn eins og vel smurð dísilvél og er liðið í fimmta sæti deildarinnar þegar kemur að tölfræði yfir sóknarleik en varnarleikurinn veldur þjálfarateyminu höfuðverk. „Það er engin töfralausn á þessum vandamálum. Á þessum tíma í fyrra vorum við líka í vandræðum en þá vorum við miðlungslið í vörn. Í ár erum við lélegasta lið deildarinnar í vörn á mörgum sviðum og það er að kosta okkur. Við erum að setja nógu mörg stig til að vinna leiki en það þarf líka að verjast sem er eitthvað sem við erum ekki að gera,“ sagði Popovich, aðspurður út í vandamál liðsins á dögunum. Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Fara þarf aftur til vormánaðanna 1997 til að finna síðustu úrslitakeppnina í NBA-deildinni sem San Antonio Spurs tók ekki þátt í en það stefnir allt í að 22 ára þátttöku Spurs sé lokið. Velgengni Spurs-liðsins hefur verið með ólíkindum síðustu áratugi og hefur félagið aðeins misst fjórum sinnum af úrslitakeppninni síðan það fluttist til San Antonio árið 1973. Sem dæmi um hversu langt er liðið síðan Spurs tók ekki þátt í úrslitakeppninni var Bill Clinton að hefja aðra stjórnartíð sína sem forseti Bandaríkjanna þegar Spurs missti síðast af úrslitakeppninni en eftir tólf tapleiki í síðustu fjórtán leikjum eru lærisveinar Popovich í nýjum kringumstæðum. Neyðarleg byrjun tímabilsins hjá Golden State Warriors skyggir aðeins á byrjun Spurs sem er komið langleiðina með að tapa jafn mörgum leikjum í vetur (13) og allt tímabilið 2015-16 þegar Spurs tapaði fimmtán leikjum. Hinn sjötugi Popovich tók við liðinu um mitt tímabil árið 1996 og var því þjálfari liðsins síðast þegar það missti af úrslitakeppninni en þessi sigursælasti þjálfari sögunnar þarf að finna lausn á vandamálum Spurs hið snarasta.SAN ANTONIO,TX - DECEMBER 18: Former San Antonio Spurs stars Tim Duncan listens to the speeches during the ceremony honoring and retiring of Tim Duncan number after the game against the New Orleans Pelicans at AT&T Center on December 18, 2016 in San Antonio, Texas. Behind Duncan are the five NBA Championship trophies that were won by the Spurs while Duncan was part of the team. Ceremony took place after game against the New Orleans Pelicans. NOTE TO USER: User expressly acknowledges and agrees that , by downloading and or using this photograph, User is consenting to the terms and conditions of the Getty Images License Agreement. (Photo by Ronald Cortes/Getty Images)Tvíburaturnarnir sem byrjuðu gullöldina í San Antonio Þegar David Robinson kom inn í lið Spurs á haustdögunum 1990 var skyndilega kominn leikmaður sem hægt var að byggja lið í kringum og komst liðið í úrslitakeppnina sjö ár í röð með Robinson sem var yfirleitt titlaður „aðmírállinn“ í fremstu röð. Meiðsli Robinsons og fleiri lykilleikmanna árið 1996 gerði það að verkum að Spurs missti af úrslitakeppninni og hlaut fyrsta valrétt í nýliðavalinu en það reyndist heillaskref. Með fyrsta valrétt tók Spurs hinn unga Tim Duncan sem ásamt Robinson myndaði ógnarsterkt tvíeyki sem var kallað „tvíburaturnarnir“. Saman unnu Robinson og Duncan fyrstu tvo meistaratitlana í sögu félagsins árin 1999 og 2003 en þá lét Robinson staðar numið. Við það tækifæri tóku Tony Parker og Manu Ginobili við keflinu og sáu til þess að Spurs ynni tvo meistaratitla, árið 2005 og aftur 2007. Spurs átti eftir að vinna einn meistaratitil til viðbótar þegar hinn lítt þekkti Kawhi Leonard skaust fram á sjónarsviðið og Spurs náði að stöðva sigurgöngu Miami Heat-liðsins sem LeBron James leiddi. Þríeykið Duncan, Parker og Ginobili átti enn nóg eftir til að skila góðum sóknarleik en varnarleikur Leonards færði Spurs 4-0 sigur í einvíginu.TORONTO, ON - February 22: In first half action, San Antonio Spurs guard DeMar DeRozan (10) tries to work around Toronto Raptors forward Kawhi Leonard (2) The Toronto Raptors took on the San Antonio Spurs in NBA basketball action at the Scotiabank arena in Toronto. The game marks the first time former Raptor star DeMar DeRozan was back playing in Toronto since his trade. (Richard Lautens/Toronto Star via Getty Images)Dýrkeypt skipti við Toronto Í Leonard var Spurs með öflugan leikmann á báðum endum vallarins sem hægt væri að byggja framtíðarlið á og var Spurs fastagestur í úrslitakeppninni næstu árin þrátt fyrir að Duncan léti staðar numið líkt og Manu Ginobili. Næst komst Leonard því að koma Spurs í úrslitin á vordögunum 2017 en meiðsli í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar komu í veg fyrir að hann tæki þátt gegn Golden State Warriors sem sópaði Spurs í sumarfrí. Ári síðar voru meiðsli að hrjá Leonard sem lenti í útistöðum við forráðamenn Spurs og krafðist þess að sér yrði skipt frá félaginu. Að lokum tókst Spurs að komast að samkomulagi við Toronto Raptors um að senda Leonard og Danny Green til Kanada í skiptum fyrir DeMar DeRozan til að koma í veg fyrir að Leonard yrði áfram í Vesturdeildinni. Í DeRozan fékk San Antonio fínan leikmann sem var ekki þekktur fyrir afrek sín í úrslitakeppninni og féll Spurs út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Á sama tíma náði Leonard að leiða lið Raptors að fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins í vor. Vandræði Spurs hafa haldið áfram á þessu tímabili en eftir fjóra sigurleiki í fyrstu fimm umferðunum gegn lakari liðum deildarinnar hefur liðið nú aðeins unnið sex leiki af nítján, þar af tvo þeirra gegn slakasta liði deildarinnar, New York Knicks. Varnarleikurinn sem var aðalsmerki liðsins hefur hrunið og er lið Spurs við botninn í flestum tölfræðiþáttum þegar kemur að varnarleik. Sóknarleikur liðsins gengur enn eins og vel smurð dísilvél og er liðið í fimmta sæti deildarinnar þegar kemur að tölfræði yfir sóknarleik en varnarleikurinn veldur þjálfarateyminu höfuðverk. „Það er engin töfralausn á þessum vandamálum. Á þessum tíma í fyrra vorum við líka í vandræðum en þá vorum við miðlungslið í vörn. Í ár erum við lélegasta lið deildarinnar í vörn á mörgum sviðum og það er að kosta okkur. Við erum að setja nógu mörg stig til að vinna leiki en það þarf líka að verjast sem er eitthvað sem við erum ekki að gera,“ sagði Popovich, aðspurður út í vandamál liðsins á dögunum.
Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti