Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 14:02 Stefán Einar Stefánsson á baráttufundi verkamanna þegar hann var formaður VR. Hann vandar ekki formanni stéttarfélags blaðamanna kveðjurnar í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira