Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 13:15 Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Rússland Utanríkismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Rússland Utanríkismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira