Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ingvi Þór Sæmundsson og Tinni Sveinsson skrifa 22. nóvember 2019 11:15 Íslensku strákarnir mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars 2020. Vísir/Daníel Þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00