Hjónin selja bréfin sín í VÍS fyrir 1,5 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 10:33 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, hafa verið stærstu einkafjárfestar í VÍS undanfarin ár. VÍSIR/ANTON BRINK Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar. Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar.
Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30
Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55