Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ari Brynjólfsson skrifar 21. nóvember 2019 08:00 Starfshópur verður skipaður í næstu viku til að undirbúa stofnun dótturfélags. Fréttablaðið/Ernir Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51