Veiðigjöld og landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. nóvember 2019 15:30 Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Sjávarútvegur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar