Stjarna Íslands á EM: Réttindalaus og launalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 09:00 Anton Sveinn McKee. EPA/PATRICK B. KRAEMER Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST Sund Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST
Sund Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti