Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:45 Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. vísir/vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira