Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 12:00 Tólf mál eru til rannsóknar þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms. Getty/scyther5 Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent