Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 15:41 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. EFTA Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar. Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar.
Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira