Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson skrifar 4. desember 2019 10:15 Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar