Af Churchill og félögum Gylfi Páll Hersir skrifar 3. desember 2019 09:00 Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun