Erfitt að bíða á biðstofunni eftir að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. desember 2019 20:30 Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Konum, sem leita á bráðamóttöku Landspítalans eftir heimilisofbeldi, finnst erfitt að segja frá því sem gerðist í móttökunni og bíða ásamt öðrum á biðstofunni. Framkvæmdastýra kvennaathvarfsins vill að sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis verði sett á fót. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina gerist það annan hvern dag að kona leitar á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi. Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra kvennaathvarfsins, segir tölurnar ekki koma á óvart enda heimilisofbeldi stórt vandamál í íslensku samfélagi. Sjá einnig: Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis „Mín reynsla segir mér og sýnir að konur leita yfirleitt ekki á bráðamóttöku nema það sé þörf fyrir að fara þangað. Það eru mjög margar líka sem fara aldrei á bráðamóttöku en hafa oft fengið mjög alvarlega áverka.“ Ekki er til sérstök neyðarmóttaka fyrir þolendur heimilisofbeldis á Landspítalanum og vill Hildur að bætt verði úr því. „Við myndum gjarnan vilja sá að það væri samskonar móttaka eins og neyðarmóttaka fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Að það yrði svipað ferli sem konunar okkar fengi aðgang að.“ Í sumum tilfellum hafi kvennaathvarfið samband við spítalann áður en konurnar mæta. „Þannig að þá hafa þær ekki þurft að bíða á biðstofu frammi.“ Athvarfið viti þó alls ekki af öllum tilfellunum. Það sé mjög óþægilegt að segja frá því sem hefur gerst fyrir framan alla á biðstofunni. Með sérstakri neyðarmóttöku fyrir þolendur heimilisofbeldi væri hægt að hlúa vel að þolendum frá upphafi. „Þarna ertu að koma því það var ráðist á þig á heimili af nákomnum og það eru aðstæður sem þú ert ekki bara með skrámur á líkamanum, þú ert að glíma við sár á sálinni og til þess til dæmis að hjálpa konum að koma sér út úr þessum aðstæðum þá skiptir máli hvernig móttökur þær fá.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00 Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. 30. nóvember 2019 20:00
Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Átta þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að einfalda og hraða meðferð hjónaskilnaða. 22. nóvember 2019 06:00