Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 10:04 Tamra McBeath-Riley og hundur hennar, sem var með í för. Mynd/Lögreglan á Norðursvæði Ástralíu. Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram. Ástralía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram.
Ástralía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira