Grindavík er enn án sigurs í Domino's deild kvenna eftir tap fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld.
Leikurinn var jafn í upphafi en Grindvíkingar náðu að halda heimakonum í aðeins átta stigum í öðrum leikhluta og var staðan 35-23 þegar liðin fóru til búningsherbergja í hálfleik.
Haukar hafa fengið eldræðu í hálfleik og náðu heimakonur að vinna upp forskot Grindavíkur í þriðja leikhluta, staðaan var jöfn að honum loknum.
Grindvíkingum gekk illa að skora í síðasta fjórðungnum og fór svo að Haukar unnu örugglega, 70-60.
Randi Brown var stigahæst Haukakvenna með 27 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir kom næst með 14 stig. Hjá Grindavík var Jordan Reynolds stigahæst með 21 stig.
Leitin að sigrinum heldur áfram hjá Grindavík
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn