Keflavík minnkaði forystu Vals á toppi Domino's deildar kvenna niður í tvö stig með sigri á Grindavík í Suðurnesjaslag í kvöld.
Keflavík vann 72-67 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik 36-36.
Eftir mjög jafnan og spennadi leik var það áhlaup Keflavíkur í lokin sem skilaði þeim sigrinum.
Daniela Morillo var stigahæst Keflvíkinga með 29 stig og Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 17. Hjá Grindavík var Bríet Sif Hinriksdóttir stigahæst með 16 stig.
