Var „það ólýsanlega“ kannske samvizkan? Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2019 08:00 „Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum. Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka? Á öðrum stað segir bóndinn: „...að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll.“ Undirritaður spyr: Hvað þá með skjólvegg? Af hverju eru bændur að halda hesta, sem þeir geta ekki sinnt eða hafa ekki rými fyrir? Hver er tilgangurinn með því og ábyrgðin gagnvart dýrunum? Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir, segir í blaðagrein, að, ef útigangshross hafa ekki öruggt og gott náttúrulegt skjól, eða húsaskjól, beri bændum að beita manngerðum skýlum, „sem uppfylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vindáttum og 4 metrar að lengd minnst“. Úr því, að bóndinn hafði ekki húsaskjól, af hverju hafði hann þá ekki svona skjólveggi fyrir sín útigangshross? Það má líka spyrja, af hverju eru bændur almennt að halda hross umfram það, sem þeir hafa húsaskjól eða skýli fyrir, þegar á reynir? Bera bændur - örugglega ekki allir, en sennilega all margir - litlar eða engar tilfinningar til hestanna sinna; þarfasta þjónsins, sem hélt tórunni í íslenzku þjóðinni og bjargaði henni í gegnum myrkur, kulda, harðræði og hörmungar þúsund ára? Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Í viðtali við Vísi, sem tekið var fyrr sama dag, segir bóndinn: „Þetta var sennilega eini staðurinn sem þau hefðu getað leitað á“. M.ö.o. hvorki hentugt og öruggt náttúrulegt skjól né heldur manngerðir skjólveggir virðast hafa verið fyrir hendi á jörðinni. Ég hef hér vitnað í þetta tiltekna mál, af því að það liggur fyrir í skýru formi. Mitt mat er, hins vegar, að hlutur nefnds bónda sé í þessum efnum ekki verri en hlutur margra annarra hrossabænda. Það eru örugglega líka fjölmargir bændur, sem leggja metnað sinn í að sinna dýrum sínum vel, af kostgæfni og í anda gildandi laga. Aftur vil ég vitna í skrif Sigurðar Sigurðarsonar, sem er mikill fagmaður og reyndur vel á þessu sviði, en hann hefur marg kvartað opinberlega yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Í Bændablaðinu 22. marz 2016 skrifaði Sigurður m.a. þetta: „Í hrakviðrum í janúar sl. höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á framfæri athugasemdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nærsveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hrossunum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væri hópar með færri hrossum. Hvergi væru fullnægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum“. Þetta var í eðlilegu janúar árferði. Ofannefnd tvö dæmi lýsa því, að ég hygg, bæði greinilega og um leið raunalega, hvernig staða og líf íslenzka hestsins, þarfasta þjónsins, er. Menn geta fyllst örvæntingu og djúpri sorg yfir því kæruleysi, virðingarleysi og ábyrgðarleysi, sem sumur bóndinn sýnir dýrunum sínum, sem standa í reynd réttlaus og varnarlaus, þrátt fyrir reglugerðir og lög. Auðvitað var veðrið í síðustu viku óvenjulegt, þannig, að eðlilegt kann að vera, að bændur hafi ekki getað varizt því með dýr sín, en það breytir ekki því, að bændum ber að byggja og tryggja lögboðnar varnir fyrir dýrin, sem hefðu getað dregið úr hrakningum, harðindum og kvalræði þeirra. Margir hafa greinilega vanrækt það. Hafa menn almennt séð lögboðna, þriggja vængja varnarveggi, minnst tveggja metra háa, í hestahögum hér? Undirritaður, sem reyndar er ekki mikið til sveita, fór þó hringinn í sumar, hefur enga séð. Kæru dýravinir, við verðum öll að taka höndum saman um það, að bæta líf og tilveru þarfasta þjónsins, með eftirliti og aðhaldi gagnvart breyzkum bændum og þrýstingi á stjórnvöld um það, að allir bændur fari að lögum landsins í sínu dýrahaldi. Ekki má hika við, að tilkynna meint brot til Matvælastofnunar, héraðsdýralækna eða lögreglu. Og fylgja því svo eftir! Vaka yfir málinu og þrýsta á það, þar til til aðgerða kemur! Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf! Við skulum líka muna þetta: Við berum ekki bara ábyrgð á því, sem við gerum, heldur líka á því, sem við gerum ekki!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum. Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka? Á öðrum stað segir bóndinn: „...að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll.“ Undirritaður spyr: Hvað þá með skjólvegg? Af hverju eru bændur að halda hesta, sem þeir geta ekki sinnt eða hafa ekki rými fyrir? Hver er tilgangurinn með því og ábyrgðin gagnvart dýrunum? Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi yfirdýralæknir, segir í blaðagrein, að, ef útigangshross hafa ekki öruggt og gott náttúrulegt skjól, eða húsaskjól, beri bændum að beita manngerðum skýlum, „sem uppfylla kröfur þ.e. hæð 2,5 metrar, skjólvængir gegn 3 vindáttum og 4 metrar að lengd minnst“. Úr því, að bóndinn hafði ekki húsaskjól, af hverju hafði hann þá ekki svona skjólveggi fyrir sín útigangshross? Það má líka spyrja, af hverju eru bændur almennt að halda hross umfram það, sem þeir hafa húsaskjól eða skýli fyrir, þegar á reynir? Bera bændur - örugglega ekki allir, en sennilega all margir - litlar eða engar tilfinningar til hestanna sinna; þarfasta þjónsins, sem hélt tórunni í íslenzku þjóðinni og bjargaði henni í gegnum myrkur, kulda, harðræði og hörmungar þúsund ára? Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Í viðtali við Vísi, sem tekið var fyrr sama dag, segir bóndinn: „Þetta var sennilega eini staðurinn sem þau hefðu getað leitað á“. M.ö.o. hvorki hentugt og öruggt náttúrulegt skjól né heldur manngerðir skjólveggir virðast hafa verið fyrir hendi á jörðinni. Ég hef hér vitnað í þetta tiltekna mál, af því að það liggur fyrir í skýru formi. Mitt mat er, hins vegar, að hlutur nefnds bónda sé í þessum efnum ekki verri en hlutur margra annarra hrossabænda. Það eru örugglega líka fjölmargir bændur, sem leggja metnað sinn í að sinna dýrum sínum vel, af kostgæfni og í anda gildandi laga. Aftur vil ég vitna í skrif Sigurðar Sigurðarsonar, sem er mikill fagmaður og reyndur vel á þessu sviði, en hann hefur marg kvartað opinberlega yfir illri meðferð ýmissa bænda á útigangshrossum sínum. Í Bændablaðinu 22. marz 2016 skrifaði Sigurður m.a. þetta: „Í hrakviðrum í janúar sl. höfðu samband við mig nokkrir menn sem hafa gott vit á hrossum og báðu mig um að koma á framfæri athugasemdum vegna illrar meðferðar á nokkrum hrossahópum á útigangi við Selfoss og í nærsveitum. Á einum staðnum væru hátt í 70 hross, þar af nokkur folöld og engin skjól. Farið væri að sjá á hrossunum, einkum folöldunum. Á nokkrum öðrum stöðum væri hópar með færri hrossum. Hvergi væru fullnægjandi skjól, sáralítið, jafnvel ekkert gefið af heyi og ekki sinnt um að flytja að vatn í þurrfrostum“. Þetta var í eðlilegu janúar árferði. Ofannefnd tvö dæmi lýsa því, að ég hygg, bæði greinilega og um leið raunalega, hvernig staða og líf íslenzka hestsins, þarfasta þjónsins, er. Menn geta fyllst örvæntingu og djúpri sorg yfir því kæruleysi, virðingarleysi og ábyrgðarleysi, sem sumur bóndinn sýnir dýrunum sínum, sem standa í reynd réttlaus og varnarlaus, þrátt fyrir reglugerðir og lög. Auðvitað var veðrið í síðustu viku óvenjulegt, þannig, að eðlilegt kann að vera, að bændur hafi ekki getað varizt því með dýr sín, en það breytir ekki því, að bændum ber að byggja og tryggja lögboðnar varnir fyrir dýrin, sem hefðu getað dregið úr hrakningum, harðindum og kvalræði þeirra. Margir hafa greinilega vanrækt það. Hafa menn almennt séð lögboðna, þriggja vængja varnarveggi, minnst tveggja metra háa, í hestahögum hér? Undirritaður, sem reyndar er ekki mikið til sveita, fór þó hringinn í sumar, hefur enga séð. Kæru dýravinir, við verðum öll að taka höndum saman um það, að bæta líf og tilveru þarfasta þjónsins, með eftirliti og aðhaldi gagnvart breyzkum bændum og þrýstingi á stjórnvöld um það, að allir bændur fari að lögum landsins í sínu dýrahaldi. Ekki má hika við, að tilkynna meint brot til Matvælastofnunar, héraðsdýralækna eða lögreglu. Og fylgja því svo eftir! Vaka yfir málinu og þrýsta á það, þar til til aðgerða kemur! Dýrin geta ekki talað fyrir sig sjálf! Við skulum líka muna þetta: Við berum ekki bara ábyrgð á því, sem við gerum, heldur líka á því, sem við gerum ekki!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun