Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 10:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem segir að ákvörðunin hafi lítil áhrif á farþega og flugáætlun félagsins á þessu tímabili.Fram kom í fréttum í gær að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst stöðva framleiðslu á 737 MAX-þotum sínum tímabundið í janúar á næsta ári. Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku að þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. Ekkert er minnst á þau tíðindi í tilkynningu Icelandair í morgun. Verð á bréfum í Icelandair féllu um tæp fimm prósent við opnun markaða í dag. Icelandair segir í tilkynningunni að vegna kyrrsetningar MAX vélanna verði fleiri Boeing 757 flugvélar áfram í rekstri hjá félaginu á næsta ári en upphaflega hafði verið áætlað. Þá hafi félagið tekið á leigu tvær Boeing 737-800 NG flugvélar sem komi í rekstur í vor og geri þar að auki ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. Á næstu dögum verði haft samband við þá farþega sem breytingarnar hafa áhrif á. „Við teljum ólíklegt að MAX vélarnar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í maí og höfum aðlagað flugáætlun félagsins að því. Vegna mótvægisaðgerða sem við höfum þegar gripið til kemur þetta til með að hafa lítil áhrifin á framboð og farþega okkar. Við settum flugáætlunina fyrir næsta ár upp þannig að áhrif frekari kyrrsetningar MAX vélanna yrðu takmörkuð. Við erum því vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, bæði hvað flotamálin varðar sem og aðra þjónustu félagsins við farþega,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Félagið segist fylgjast áfram með þróun mála varðandi afléttingu kyrrsetningar MAX vélanna. Yfirgripsmikið og vandað ferli sem stýrt er af alþjóðlegum flugmálayfirvöldum standi nú yfir með það að markmiði að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur. Icelandair Group hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX vélanna. Áframhaldandi viðræður við Boeing um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt standa enn yfir.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent