Sportpakkinn: Tvö á toppnum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 19:00 Dusan Vlahovic fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Fiorentina á móti Internazionale en fyrir vikið komst Juve upp að hlið Inter. Getty/Gabriele Maltinti Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira