Afgönsk, á sextugsaldri og tengist börnunum fjölskylduböndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:44 Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda.
Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30