Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu Tómas Ellert Tómasson skrifar 14. desember 2019 08:00 Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir sem starfa í stjórnmálum gera það til að hafa áhrif og til að öðlast áhrif þá þarf að fá kjósendur á sitt band í kosningum og til að greiða manni atkvæði sitt. Atkvæðum þessum er síðan umbreytt í vald og með valdinu fá stjórnmálamenn tækifæri til að framkvæma hugmyndir sínar og stefnur. Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu í síðustu sveitarstjórnarkosningum, um 40% þeirra voru kjörnir af listum Samtryggingarflokkanna ásamt viðhengjum, en 60% voru kjörnir af öðrum listum eða sjálfkjörnir. Fulltrúavalið í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins þ.e. í stjórnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka og nefndir og ráð á vegum þeirra endurspegla þó ekki úrslit kosninganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur í mörg undanfarin ár hvatt sveitarfélög landsins til að leyfa íbúum að koma meira að stjórn sveitarfélaganna með því að taka upp íbúakosningar um ýmis málefni. Sambandið hefur auk þess haldið námskeið um lýðræðismál og látið líta svo út að lýðræðismál væru því afar hugleikin - raunin er allt önnur! Skipan í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er einmitt skýrasta dæmið um það hve ólýðræðisleg vinnubrögðin eru þar á bæ. Við val á ellefu fulltrúum í stjórn Sambandsins er notast við svokallaða uppstillinganefnd – „því það hefur alltaf verið gert þannig“ – og með þeim aðferðum og útreikningum sem „alltaf“ hafa verið notaðir, útilokaði uppstillinganefndin strax 60% sveitarstjórnarfólks frá því að eiga möguleika á setu í stjórn sambandsins, þ.e. alla nema eigin fulltrúa. Eftir að uppstillinganefndin hafði svo lokið störfum og borið fram til samþykktar tillögu sína um hverjir ættu að skipa stjórn sambandsins á fyrsta Landsþingi eftir kosningar, varð niðurstaðan sú að öll 11 sæti stjórnar sambandsins eða 100% eru skipuð fulltrúum Samtryggingarflokkanna, þó ekki hafi þeir fengið nema 40% atkvæða í kosningunum! Á landsþingum sambandsins eru svo 60% þingfulltrúa frá Samtryggingarflokkunum með kosningarétt, þó þeir eigi einungis um 40% kjörinna sveitarstjórnafulltrúa á landsvísu! Hvernig skyldi svo standa á því að allt það sem lagt er til af stjórninni á Landsþingum sé þar samþykkt, en öðru vísað frá? – svarið er augljóst. Af hverju er þetta svona? – Samtryggingarflokkarnir hafa raðað starfsfólki sér hliðhollu á jötuna í gegnum tíðina sem taka þátt í því með fulltrúum Samtryggingarflokkanna að upplýsa ekki ný eða önnur framboð um hvar möguleikar þeirra liggja til áhrifa í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins. Von er þó um að breytt vinnulag í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins sé í sjónmáli. Þau undur og stórmerki gerðust nefnilega á téðu Landsþingi að kona var kjörin sem formaður sambandsins, sú fyrsta í sögu þess, 38 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslenska lýðveldisins - sem lýsir glöggt hve vinnubrögðin við val í stjórn þess fram að þessu hafa verið gamaldags. Ég ber þá von í brjósti að núverandi formaður reki slyðruorðið af „Samtryggingarsambandi íslenskra sveitarfélaga“, rífi í stýrið, taki U-beygju með vagninn og aki með hann í lýðræðisátt.Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar