Hefur trú á að stjórnin styðji einhver mál stjórnarandstöðunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. desember 2019 09:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Frumvarp um hækkun starfslokaaldurs og þingsályktanir um gæðastýringu í sauðfjárrækt og rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara eru meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá Alþingis fyrir áramót. Vonir standa til að Alþingi komist í jólafrí á þriðjudaginn. „Það felst í því að við erum að afgreiða hér töluvert af stjórnarmálum sem voru tilbúin til afgreiðslu, dagsetningarmál, mál tengd lífskjarasamningum og önnur mál sem voru klár úr nefndum. Svo er hver þingflokkur að fá eitt mál í gegn líka,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Sjá einnig: Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá „Að auki þá höfum við ásett okkur, þingflokksformenn, að hittast á nefndadögum í janúar og setjast svona aðeins yfir þingmannamál sem eru í ágreiningi og reyna að finna þeim einhvern farveg,“ segir Bjarkey. „Ég held að það sé bara af hinu góða, örlítið breytt vinnubrögð.“ Andrés Ingi ekki með í samkomulaginu Þingmannamál frá öllum stjórnarflokkum hafa líka komist á dagskrá nú á haustþingi en sé litið til þeirra þingmannamála sem stjórnarandstaðan fær á dagskrá hefur Flokkur fólksins valið að setja þingsályktun um 300 þúsund króna lágmarksframfærslu almannatrygginga í forgang. Miðflokkurinn frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem felur í sér hækkun starfslokaaldurs í 73 ár. Píratar fá þingsályktun um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu á dagskrá og Samfylkingin þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Viðreisn leggur áherslu á endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt en Andrés Ingi Jónsson sem stendur hann utan þingflokka er ekki aðili að samkomulaginu. Í samtali við fréttastofu segist Andrés aðeins vera með eitt mál í gangi en hann hafi ekki lagt áherslu á að það yrði klárað fyrir jól. Andrés Ingi Jónsson sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist sáttur við það samkomulag sem náðst hefur. „Þetta er bara mjög gott og vonandi að sé fordæmi til framtíðar,“ segir Jón Þór og vísar sömuleiðis til þess sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis. Þingmannamálin gegni þar lykilhlutverki. „Þannig að það mætti segja það að í þessum samningum hafi okkur tekist að styðja ríkisstjórnina í því að uppfylla þennan þátt í stjórnarsáttmálanum,“ segir Jón Þór. Aðspurð hvort hún telji að stjórnarmeirihlutinn komi til með að styðja einhver af þingmannamálum minnihlutans segist Bjarkey gera ráð fyrir því. „Já ég hef trú á því að það verði gert,“ segir Bjarkey. „Ég vil nú svo sem kannski ekki gera grein fyrir afstöðunni endilega hér og nú, það bara kemur fram í þingsal.“ Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira