Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar komust ekki í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Getty/Baptiste Fernandez

Það verða Holland og Spánn sem spila til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Kumamoto í dag.

Norska kvennalandsliðið, sem er undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirsson, steinlá á móti Spáni í sínum undanúrslitaleik en áður hafði Holland endað sigurgöngu Rússa í hinum undanúrslitaleiknum.

Spánverjar unnu sex marka sigur, 28-22, en staðan var jöfn í hálfleik, 13-13.

Spænsku stelpurnar náðu fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10-6, en norska liðið náði að jafna metin fyrir hálfleik.

Spánn vann fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 4-1 og var síðan komið sex mörkum yfir, 24-18, um miðjan hálfleikinn. Spænska liðið komst mest átta mörkum yfir en norsku stelpurnar lögðuðu aðeins stöðuna í blálokin.

Malin LarsenAune var markahæst í norska liðinu með fimm mörk en fyrirliðinn StineBredal Oftedal nýtti aðeins 2 af 7 skotum og mátti sóknarleikur norska liðsins ekki við því.

Noregur mætir Rússlandi í leiknum um þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×