Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:52 Stjórnendum Samherja á Íslandi á að hafa verið haldið úti í kuldanum þegar kom að ERF 1980. Vísir/SigurjónÓ Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15