Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. desember 2019 11:00 Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Skóla - og menntamál Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar