Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. desember 2019 10:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun