Toppliðið í enska hefur aðeins einu sinni áður unnið stærri sigur á liðinu í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:00 Mario Balotelli fagnar frægu marki sínu í 6-1 sigri Manchester City á Manchester United í október 2011. Getty/Matthew Peters Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira