Fleiri sem þurfa að neita sér um tannlæknisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:54 Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju. Vísir/vilhelm Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn. Heilbrigðismál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira
Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn.
Heilbrigðismál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira