Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 09:45 Trump og Pútín hittust í fyrsta skipti sem forsetar í Hamburg í júlí árið 2017. Sumir þáverandi ráðgjafar Trump óttuðust að Pútín hafi þar komið að ranghugmyndum hjá forsetanum. Vísir/EPA Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30