Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 09:09 Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. AP/Nick Perry Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira