Matip rifjaði upp áhrifaríka ræðu Klopp fyrir leikinn gegn Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 08:30 Klopp og Matip fallast í faðma eftir sigurinn á Börsungum. vísir/getty Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020 Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Það voru fæstir sem bjuggust við því að Liverpool myndi komast áfram úr undanúrslitaeinvíginu gegn Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Joel Matip, varnarmaður Liverpool, rifjaði upp ræðu Jurgen Klopp fyrir leikinn. Ótrúleg endurkoma Liverpool verður lengi í minnum höfð en Liverpool vann síðari leikinn 4-0 og komst í úrslitaleikinn þar sem liðið hafði betur gegn Tottenham. Matip segir að sá þýski Klopp hafi barið sjálfstrausti í sína menn. „Hann sagði okkur að við ættum raunverulegan möguleika og að við gætum skapað eitthvað sem við gætum sagt börnunum okkar frá í framtíðinni. Við trúðum þessu og andrúmsloftið var magnað þegar við komum á völlinn þrátt fyrir að allir hafi vitað hvernig fyrri leikurinn fór og hverjum við vorum að spila á móti,“ sagði Matip. „Andinn var góður og varð bara betri og betri. Þetta var rosalegt. Þetta var eins og stór maskína sem vann saman; leikmennirnir og stuðningsmennirnir.“ Joel Matip recalls Jurgen Klopp's inspirational speech ahead of Barcelona victory | @MaddockMirrorhttps://t.co/71FjIIOKPW pic.twitter.com/0zmz0mr6cN— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2020 „Við vorum að ná meiri og meiri hraða í leikinn og með hverju marki urðu allir gráðugri. Allir á pöllunum, leikmennirnir á vellinum og á bekknum. Allir urðu sneggri og gerðu allt betur. Það var mikill hávaði og þú þurftir að kalla hærra inni á vellinum en á svona stundum var það ekki það versta.“ Liverpool komst yfir strax á sjöundu mínútu er Divock Origi skoraði en staðan var 1-0 í hálfleik. Gini Wijnaldum skoraði svo á 54. mínútu og aftur tveimur mínútum síðar áður en Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool ellefu mínútum fyrir leikslok. „Öll mörkin voru mikilvæg en að skora snemma gaf okkur meiri trú. Ef þeir hefðu haldið hreinu lengi þá hefði það drepið okkur en við fengum trúna á að við gætum gert eitthvað. Við hugsuðum um að við ætlum að vinna leikinn en við gátum aldrei hugsað að þetta myndi enda svona.“ „Ég hugsaði eftir markið hjá Gini að við værum að fara vinna þennan leik því við spiluðum vel en eftir seinna markið hugsaði ég að við gætum gert þetta. Þegar Divock skoraði þá trúði ég því ekki. Ég vissi ekki hvað gerðist því Trent lét bara boltann niður og svo var hann í netinu.“ „Ég varð smá ringlaður en þegar allir voru að fagna þá kom ég bara hlaupandi. Ég trúði þessu ekki. Ég myndi líklega segja að þetta væri besta augnablikið á mínum ferli því þetta var svo sérstakt,“ sagði Matip. It was crazy. It was like a whole machine working together. An interview with Joel Matip ahead of this week's one-year anniversary of that night against Barcelona at Anfield.Including details of his view of that quickly-taken corner...https://t.co/7EfIIMvunk pic.twitter.com/8EPczRg9L6— James Carroll (@James_Carroll84) May 5, 2020
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira