Mark Cuban reyndi að fá Jordan til Dallas eftir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 15:00 Michael Jordan vann sex meistaratitla með Chicago Bulls en hefði hann kannski getað bætt við fleirum hjá Dallas Mavericks? Getty/Steve Woltmann Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, ætlaði sér að fá Michael Jordan til að spila fyrir Mavericks liðið fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Mikið hefur verið fjallað um síðasta tímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem eru tíu talsins og nú sýndir á hverjum sunnudegi í Bandaríkjunum. Þetta var kannski síðasta tímabil Jordan með Bulls en ekki síðasta tímabil hans í NBA. Árið 2001 ákvað Michael Jordan að taka skóna af hillunni og spila í NBA-deildinni nú orðinn 38 ára gamall. Umboðsmaður Jordan hafði samband við Mark Cuban sem var þá aðeins búinn að eiga Dallas Mavericks liðið í eitt ár. „Daginn sem hann samdi við Washington Wizards þá sagði umboðsmaður hans David Falk að ég ætti að fara að hitta hann,“ sagði Mark Cuban í útvarpsþættinum „105.3 The Fan's G-Bag Nation“ en Sports Illustrated segir frá. „Ég var að reyna að sannfæra hann um að semja ekki við Wizards heldur koma frekar til okkar í staðinn. Ég sagði honum að við gætum gert eitthvað gott saman,“ sagði Mark Cuban. Michael Jordan tilkynnti það hins vegar 25. september 2001 að hann ætlaði að koma aftur og spila með Washington Wizards en ári áður hafði Jordan eignast hlut í því félagi og starfað sem yfirmaður körfuboltamála. Jordan sýndi það á þessu tímabili að hann gat enn spilað í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall. Jordan var með 22,9 stig að meðaltali í 60 leikjum auk þess taka 5,7 fráköst og gefa 5,2 stoðsendingar í leik. Seinna tímabilið með Wizards þá var hann með meðaltöl upp á 20 stig, 6,1 frákast og 3,8 stoðsendingar í leik en spilaði þá alla 82 leiki liðsins á leiktíðinni og 37 mínútur að meðaltali í leik. ICYMI: Would Michael Jordan have won six titles if he played for the Mavericks? #MFFL #Mavs https://t.co/DTvsgn1G7E— The Smoking Cuban (@thesmokingcuban) April 30, 2020 Það hefði verið athyglisvert að sjá hann spila með liði Dallas Mavericks í þá daga en þar voru í aðalhlutverkum Dirk Nowitzki, Steve Nash og Michael Finley. Fyrra tímabilið 2001-02 þá vann Washington Wizards 37 leiki en Dallas 57 leiki. Seinna tímabilið, 2002-03, þá vann Dallas Mavericks liðið 60 leiki en Washington Wizards vann 37 leiki annað tímabilið í röð. Dallas fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar seinna árið þar sem liðið tapaði 4-2 á móti verðandi NBA meisturum San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira