Iona Gaels tilkynnti á heimasíðu sinni að Þóranna Kika-Hodge Carr sé ein af sex nýjum leikmönnum liðsins en þar á meðal er ein hollensk stelpa. Hinir leikmennirnir eru Jenae Dublin, Hannah King, Anouschka Meijer, Jessica Rogers og Olivia Vezaldenos.
Iona Gaels keppir í Metro Atlantic Athletic deildinni og komst í fyrsta og eina skiptið í úrslitakeppni NCAA árið 2016. Billi Chambers er á sínu sjötta ári með liðið.
Iona skólinn er í New Rochelle hverfinu í New York sem varð einna verst út í baráttunni við kórónuveiruna en allt verður vonandi komið af stað á ný þegar skólinn hefst í haust.
Head Coach Billi Chambers announced the addition of six players to the program on Thursday. #GaelNation, help us officially welcome Jenae, Kika, Hannah, Anouschka, Jessica and Olivia to the #ICWBB FAMILY!https://t.co/ZUsof5xFQ9
— Iona Women's Hoops (@IonaWBB) April 23, 2020
Time to meet the newcomers
Iona Gaels kynna þó ekki Þórönnu Kika-Hodge Carr til leiks heldur lítur út fyrir að hún verði kölluð Kika á næsta ári því hún er kynnt til leika á heimasíðu skólans sem Kika Hodge-Carr.
„Kika kemur með íþróttahæfileika sem passa vel inn í okkar lið. Hún hefur blómstrað í íslenska kerfinu og það þökk sé líkamlegum styrk sínum og fjölhæfni,“ sagði nýr þjálfari hennar hjá Iona Gaels, Billi Chambers.
„Hún er mjög klókur leikmaður í sókninni og mjög duglegur varnarmaður sem með sjá til þess að við höldum áfram að einbeita okkur að varnarleiknum,“ sagði Billi Chambers.
Þórönnu Kika-Hodge Carr var hluti af ungu Íslandsmeistaraliði Keflavíkur vorið 2017 en á síðasta tímabili var hún með 9,4 stig, 5,5 fráköst, 2,7 stoðsendingar og 2,0 stolna bolta að meðaltali í Domino´s deildinni.
From Keflavík, Iceland: Kika Hodge-Carr.
— Iona Women's Hoops (@IonaWBB) April 23, 2020
Kika played with the Icelandic National Team and won a National Championship in 2017. She helped her squad add Cup Championships in 2017 and 2018 as well.#GaelNation | #MindOn2 pic.twitter.com/YFbyqZq0UO