Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 10:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins.
Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36