Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. maí 2020 08:30 Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. Lagt er til að frá og með miðju næsta ári verði bannað að setja á markað einnota plastvörur á borð við bómullarpinna, sogrör, hræripinna, diska og hnífapör úr plasti, sem og drykkjarílát, bolla og glös úr frauðplasti. Af hverju þessar plastvörur? Frumvarpið byggir á Evróputilskipun og er henni fyrst og fremst beint að þeim vörum sem finnast helst á ströndum í álfunni. Meirihluti rusls á ströndum í Evrópu er nefnilega plast, helmingurinn einnota. Við erum þannig ekki að banna í blindni hvaða plast sem er - heldur einnota óþarfa sem veldur skaða í náttúrunni. Aðrar vörur eru tiltækar í stað þeirra sem bannaðar verða og undanþágur eru gerðar ef vörur flokkast sem lækningatæki. Af hverju að banna? Er ekki fræðsla nóg? Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil hugarfarsbreyting. Fjöldi fólks og fyrirtækja hefur lagt mikið á sig til þess að draga úr plastnotkun, vegna þess að það veit og skilur að breytinga er þörf. Þótt fræðsla sé mikilvæg og nauðsynleg þá sýna rannsóknir í félags- og umhverfissálfræði samt að hún er ekki nóg til að breyta hegðun. Þannig þarf að breyta kerfinu til að breyta hegðuninni. Kerfið þarf að auðvelda fólki að gera það sem það veit að er rétt og þess vegna er mikilvægt að stíga skref sem þessi. Náttúran má ekki við meiri einnota óþarfa Verði frumvarpið samþykkt verður heldur ekki lengur leyfilegt að afhenda drykki og matvöru á skyndibitastöðum í ílátum úr plasti - án þess að tekið sé fyrir það sérstakt gjald. Þetta er í raun sama ráðstöfun og gerð var með burðarpoka í fyrra, en þá mátti ekki lengur afhenda þá ókeypis. Það getur nefnilega ekki lengur verið auðvelt og ókeypis að nota einnota plast. Náttúran má ekki við því. Hafið má ekki við því. Plastið hverfur ekki – og finnst því víða Plast hefur marga góða kosti. Það er létt og endingargott og við eigum því margt að þakka, t.d. að draga úr matarsóun. En það er líka að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum. Það fýkur auðveldlega undan veðri og vindum. Og þegar plast berst út í náttúruna brotnar það ekki niður og hverfur alfarið, heldur verður að sífellt minni ögnum. Þannig hefur plast m.a. fundist á mesta dýpi sjávar, í ísjökum á Norðurpólnum, fjallstindum í Sviss og í fiskum í Amazon. Líka á Íslandi Því miður höfum við fengið staðfestingar á örplastsmengun við Íslandsstrendur, rétt eins og annars staðar í heiminum. Í rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera árið 2018 fannst örplast í helmingi kræklings sem kannaður var og í maga um 70% fýla. Örplast hefur líka fundist í drykkjarvatni á Íslandi, rétt eins og víða erlendis. Margnota fremur en einnota Auðlindir jarðar eru ekki óþrjótandi. Við megum ekki umgangast þær eins og þær séu það. Með frumvarpinu er stutt við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og notkun margnota vara frekar en einnota. Í raun má segja að frumvarpið nú sé framhald af þeirri vegferð sem við fórum í með einnota burðarpoka í fyrra. Plokkarar segjast þegar sjá mun minna af plastpokum í náttúrunni. Höldum áfram á þessari braut, fyrir náttúruna! Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun