Strákunum boðinn fundur vegna launaskerðingar en stelpurnar lækkaðar án samráðs Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2020 09:45 Arnar Sveinn Geirsson er forseti leikmannasamtakanna. mynd/s2s Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs. Arnar Sveinn, sem er einnig leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, var í viðtali hjá RÚV í gær þar sem hann fór yfir launamál leikmanna vegna kórónuveirunnar en margir hafa þurft að taka á sig skerðingu. „Liðin hafa verið að tríta við þessa samninga sem einhliða. Að liðin láti vita að það er verið að lækka um x prósentu á tvíhliða samning er það ekki hægt, og það má ekki. Þannig að til þess að leikmaður lækki launin þarftu að ná samkomulagi við leikmanninn. Það er skrýtið að það er ekki verið að gera í öllum tilvikum og það er aðallega að koma inn á borðið hjá okkur að leikmenn eru ekki að fá greidd full laun jafnvel þó það sé ekkert samkomulag í höfn um neitt annað.“ Hann segir að félögin hafi ekki rétt á því að lækka samninga án samráðs en hvetur hann þó leikmenn til þess að sýna tillitsemi í viðræðunum og reyna að komast á móts við félögin. „Staðan er bara þannig að það er réttur leikmanna er sá að fá laun sín greidd. Staðan er erfið hjá mörgum félögum og leikmenn þurfa að sýna því ákveðna tillitsemi og reyna að finna lausnir með félaginu en að leita til okkar og athuga málin, því nú erum við komin með ágætis yfirsýn yfir málin hjá flestum félögum svo það er um að gera að heyra í okkur.“ Hann segir að nokkur dæmin sem hann hafi heyrt af séu verr og miður, þar á meðal hjá liði sem eiga lið í efstu deild karla og kvenna. „Í því tilfelli sem við þekkjum er körlunum boðinn fundur og rætt við karlaliðið; útskýrt hvernig málin er og staðan tekin. Á meðan kvennamegin fékk enginn neina tilkynningu um eitt eða neitt heldur bara lækkun á samningi og þær höfðu í rauninni ekkert um það að segja, þó þær hafi allt um það að segja.“ „Það er auðvitað mjög miður. Mig langar ekki að segja þetta sé viljandi gert heldur hafi gerst óvart. Ég vona það innilega og að þetta verði leiðrétt en það er auðvitað bara glórulaust,“ sagði Arnar Sveinn.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira