Landsliðsþjálfari lofsyngur lið Víkinga Anton Ingi Leifsson skrifar 3. apríl 2020 10:45 Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir Víking í Pepsi Max-deild karla vera með stórkostlegt lið. Hann telur leikmannahóp liðsins afar sterkan og líklegan til afreka fyrir komandi tímabil. Freyr var einn af gestum Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld í gærkvöldi þar sem Freyr, Guðmundur og Hjörvar Hafliðason fóru yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska boltann. „Víkingur er með stórkostlegt lið. Það er ekkert hægt að fara í kringum það. Þeir eru með Óttar Magnús og ég hef gríðarlegar mætur á honum. Undir engum eðlilegum kringumstæðum, nú set ég pressu á hann, ætti hann að vera spila á Íslandi,“ sagði Freyr. „Hann er það hæfileikaríkur og vel gerður náungi. Þeir eru með einn besta framherjann í deildinni og svo tvo bestu miðverðina mögulega í sama liðinu ásamt Ingvari Jónssyni í markinu. Þetta er ágætis beinagrind og svo get ég talið margt í kringum þá.“ Hjörvar segir að í leik gegn KA í Lengjubikarnum hafi hann séð fótbolta sem hann hafi ekki oft séð áður. Hann segir að Víkingur muni berjast við toppinn en KR muni halda uppteknum hætti frá því í sumar og svo megi ekki gleyma Breiðablik. „Það komu stundum bara 70 sendinga síkvensar sem maður hefur ekkert oft séð. Við erum að setja pressuna á þá en KR-ingar unnu mótið í fyrra með fordæmalausum yfirburðum. Breiðablik er með svakalegan leikmannahóp og hafa fjárfest í hópnum sínum og náð í leikmenn, breyta um leikstíl.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira