Erlent

Fresta valda­töku nýrrar ríkis­stjórnar vegna heim­sóknar Pompeo

Atli Ísleifsson skrifar
Samkomulag náðist milli Benjamín Netanjahú og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins, í apríl eftir margra mánaða pattstöðu í ísraelskum stjórnmálum.
Samkomulag náðist milli Benjamín Netanjahú og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins, í apríl eftir margra mánaða pattstöðu í ísraelskum stjórnmálum. Getty

Ný samsteypustjórn Ísraels mun taka við völdum degi síðar en áætlað var vegna heimsóknar bandaríska utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins.

Þetta segir talsmaður Likud, flokks forsætisráðherrans Benjamín Netanjahú.

Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin myndi taka við völdum á miðvikudaginn, en eins og staðan er nú er áætlað að það muni gerast á fimmtudag.

Samkomulag náðist milli Netanjahú og Benny Gantz, leiðtoga Bláhvíta bandalagsins, í apríl eftir margra mánaða pattstöðu í ísraelskum stjórnmálum þar sem enginn flokkur var með nægan meirihluta til að mynda nýja stjórn, þrátt fyrir að haldnar hafi verið þrennar þingkosningar í landinu.

Samkvæmt samkomulaginu heldur Netanjahú áfram sem forsætisráðherra í átján mánuði til viðbótar, en að því loknu mun Gantz gegna embættinu í svipað langan tíma.


Tengdar fréttir

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×