Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 06:34 Þúsundir lögreglumanna vinna nú því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem talið er að hafi verið í næturklúbbahverfi Seúl þegar sýkingin kom upp. Getty/Chung Sung-Jun 101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira