Handtekinn grunaður um morð eftir 32 ára baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 09:25 Scott Johnson var 27 ára þegar hann lést. Hann var Bandaríkjamaður og stundaði doktorsnám í stærðfræði við Cambridge-háskóla. Tveimur árum áður en hann lést flutti hann frá Bandaríkjunum til kærasta síns í Ástralíu. Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan. Ástralía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan.
Ástralía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira