Handtekinn grunaður um morð eftir 32 ára baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 09:25 Scott Johnson var 27 ára þegar hann lést. Hann var Bandaríkjamaður og stundaði doktorsnám í stærðfræði við Cambridge-háskóla. Tveimur árum áður en hann lést flutti hann frá Bandaríkjunum til kærasta síns í Ástralíu. Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan. Ástralía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan.
Ástralía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira