LeBron sjö sætum á undan Kobe á lista ESPN yfir bestu leikmenn sögunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2020 14:30 Sjö sætum munar á Kobe Bryant og LeBron James á lista ESPN yfir bestu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. getty/Harry How Í dag birti síðasti hluti lista ESPN yfir 74 bestu leikmenn í 74 ára sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Það kemur lítið á óvart að Michael Jordan skipi efsta sæti listans. Þótt sautján ár séu síðan Jordan lagði skóna endanlega á hilluna hefur hann stolið senunni undanfarnar vikur eftir að sýningar á þáttaröðinni The Last Dance hófust. Í 2. sæti lista ESPN er LeBron James. Hann er jafnframt sá eini á meðal tíu efstu á listanum sem er enn að spila. LeBron hafði leikið afar vel með Los Angeles Lakers áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á sínu sautjánda tímabili í NBA var hann með 25,7 stig, 7,9 fráköst og 10,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stigahæsti leikmaður í sögu NBA, Kareem Abdul-Jabbar, er þriðji á listanum. Hann var sex sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, oftar en nokkur annar. Sigursælasti leikmaður NBA-sögunnar, Bill Russell er í 4. sæti listans. Kobe Bryant, sem lést í janúar, er níundi besti leikmaður í sögu NBA að mati sérfræðinga ESPN. Kobe varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers á 20 ára ferli í NBA. Fyrrverandi samherji hans hjá Lakers, Shaquille O'Neal, er í 10. sæti listans. Shaq varð þrisvar sinnum meistari með Lakers og einu sinni með Miami Heat. Félagarnir Magic Johnson og Larry Bird skipa fimmta og 7. sæti listans. Milli þeirra er Wilt Chamberlain. Tim Duncan er síðan í 8. sætinu. Umfjöllun ESPN má nálgast með því að smella hér. Tíu bestu leikmenn NBA-sögunnar að mati ESPN Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Í dag birti síðasti hluti lista ESPN yfir 74 bestu leikmenn í 74 ára sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Það kemur lítið á óvart að Michael Jordan skipi efsta sæti listans. Þótt sautján ár séu síðan Jordan lagði skóna endanlega á hilluna hefur hann stolið senunni undanfarnar vikur eftir að sýningar á þáttaröðinni The Last Dance hófust. Í 2. sæti lista ESPN er LeBron James. Hann er jafnframt sá eini á meðal tíu efstu á listanum sem er enn að spila. LeBron hafði leikið afar vel með Los Angeles Lakers áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á sínu sautjánda tímabili í NBA var hann með 25,7 stig, 7,9 fráköst og 10,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stigahæsti leikmaður í sögu NBA, Kareem Abdul-Jabbar, er þriðji á listanum. Hann var sex sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, oftar en nokkur annar. Sigursælasti leikmaður NBA-sögunnar, Bill Russell er í 4. sæti listans. Kobe Bryant, sem lést í janúar, er níundi besti leikmaður í sögu NBA að mati sérfræðinga ESPN. Kobe varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers á 20 ára ferli í NBA. Fyrrverandi samherji hans hjá Lakers, Shaquille O'Neal, er í 10. sæti listans. Shaq varð þrisvar sinnum meistari með Lakers og einu sinni með Miami Heat. Félagarnir Magic Johnson og Larry Bird skipa fimmta og 7. sæti listans. Milli þeirra er Wilt Chamberlain. Tim Duncan er síðan í 8. sætinu. Umfjöllun ESPN má nálgast með því að smella hér. Tíu bestu leikmenn NBA-sögunnar að mati ESPN Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal
Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira