Flick stýrir Bayern til 2023 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 17:15 Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa. Alexander Hassenstein/Bongarts/Getty Images Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira