Bandaríkin sökuð um rán á grímum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 08:28 Ríki keppast nú um að kaupa andlitsgrímur og annars konar hlífðarbúnað. AP/Thomas Wells Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira