Staðfestu aldur stærsta fisks í heimi með hjálp kjarnorkutilrauna í kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2020 15:22 Mark Meekan, vísindamaður hjá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn höfunda rannsóknarinnar, syndir með hvalháfi. Wayne Osborn Geislavirkt efni sem dreifðist út um allan heim í kjarnorkusprengjutilraunum heimsveldanna í kalda stríðinu gerði vísindamönnum kleift að aldursgreina hvalháfa, stærstu fiskategund í heimi, nákvæmlega í fyrsta skipti. Uppgötvunin er sögð undirstrika mikilvægi þess að vernda tegundina sem er í útrýmingarhættu. Torsótt hefur reynst í gegnum tíðina að aldursgreina hvalháfa en þeir hafa verið taldir geta náð allt að hundrað ára aldri. Þá, líkt og aðrar hákarla- og skötutegundir, skortir kvarnir sem eru jafnan notaðar til að greina aldur annarra fiskitegunda eins og þorsks og ýsu. Þess í stað hafa vísindamenn talið vaxtarhringi í hryggbeinum hákarlanna á sama hátt og trjáhringir eru notaðir til að áætla aldur trjáa. Steven Campana, kanadískur prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, sem er einn höfunda greinar um rannsóknina, segir að vandamálið við vaxtarhringina hafi verið óvissa um hversu margir slíkir hringir yrðu til á einu ári. „Maður sér vaxtarhringina en það er ekki eins auðvelt að telja þá og í tré. Það eru mismunandi aðferðir við það og það er hægt að fá mjög ólíkar aldursniðurstöður,“ segir Campana við Vísi. Því þurftu vísindamennirnir að leita annarra leiða til þess að skera á hnútinn. Styrkur geislavirks efnis varpar ljósi á aldurinn Kolefni-14 er er geislavirk samsæta sem er að finna í snefilmagni í náttúrunni og er gjarnan notað af fornleifafræðingum og sagnfræðingum til að aldursgreina gömul bein og muni. Í tilraunum heimsveldanna með kjarnorkusprengjur á tímum kalda stríðsins á 6. og 7. áratug síðustu aldar nærri því tvöfaldaðist styrkur kolefnis-14 í lofthjúpi jarðar tímabundið. Lifandi verur drukku efnið í sig og eru með það í sér enn þann dag í dag. Efnið er í það litlu magni að það er ekki hættulegt lífverunum en með réttu tækjunum er hægt að mæla það og nota toppa í styrk samsætunnar sem viðmið um aldur. Aðferðin hefur verið notuð til að aldursgreina um fimmtíu tegundir lífvera, allt frá trjám til skelfisks. Campana og félagar hans mældu þannig styrk kolefnis-14 í vaxtarhringjum í hryggjarbeinum tveggja hvalháfshræja sem voru geymd í Pakistan og Taívan. Styrkur samsætunnar gerði þeim kleift að áætla hversu ört hringirnir mynduðust og þannig ákvarða aldur dýranna. Í ljós kom að aðeins einn vaxtarhringur myndast á ári en ekki tveir. „Okkur tókst að staðfesta í fyrsta skipti að þessir hvalháfar væru jafngamlir og við töldum þá vera. Það var mikilvægt því það voru fyrri rannsóknir sem bentu til að þeir mynduðu tvo vaxtarhringi á ári og væru því helmingi yngri. Okkar tókst þannig að afskrifa þær rannsóknir,“ segir Campana. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Frontiers in Marine Science á mánudag. Sneiðmynd af hryggjarlið hvalháfs í Pakistan sem var notaður í rannsókninni. Fimmtíu vaxtarhringir sjást í beinunum.Paul Fanning/Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Pakistan Gætu orðið á bilinu fimmtíu til hundrað ára gamlir Annar hvalháfanna sem Campana og félagar rannsökuðu reyndist um fimmtíu ára gamall. Það er nokkuð gamalt á mælikvarða hákarla sem verða margir á bilinu tuttugu til þrjátíu ára gamlir. Mark Meekan frá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn meðhöfunda Campana að rannsókninni segir breska ríkisútvarpinu BBC að niðurstöðurnar bendi til þess að hvalháfar gætu náð hárri elli og orðið allt að hundrað eða jafnvel hundrað og fimmtíu ára gamlir. Campana fer varlegar í sakirnar og segir ekki hægt að segja til um hámarksaldur háfanna að svo stöddu. Annar hákarlanna sem voru notaðir í rannsóknina var tíu metra langur og vitað sé að margir hvalháfar verði stærri en það. „Fimmtíu árin eru þannig nær örugglega ekki hámarksaldurinn. Það eru örugglega stærri og eldri dýr þarna úti. Hversu hár hámarksaldurinn gæti verið, veit ég ekki. Mig grunar að hann sé minna en hundrað ár en sannarlega á milli fimmtugs og hundrað ára,“ segir Campana. Frá því að byrjað var að nota samsætuaðferðina fyrir um fimmtán árum hafa vísindamenn komist að því að hákarlar og fiskar verða töluvert eldri en áður var talið. Campana segir að hvítháfurinn sé meðal annars fullkomið dæmi um það. „Núna höfum við séð að sumir hvítháfar verða allt að 73 ára gamlir. Það eru til háfar, sem eru litlir hákarlar sem finnast í kringum Ísland, sem verða um hundrað ára sums staðar í heiminum,“ segir Campana. Steven Campana, prófessor í líffræði við HÍ, festir gervihnattasendi á hámeri utan við austurströnd Kanada. Hámerinni var sleppt og sendirinni notaður til að fylgjast með ferðum hennar.Steven Campana Bætir mat og vernd stofnsins sem er í útrýmingarhættu Hvalháfar voru nýlega færðir úr tegund í hættu í útrýmingarhættu í hættuflokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) en stofn þeirra hefur hrunið við strendur Taílands og Taívan þar sem þeir eru veiddir en njóta einnig vinsælda hjá ferðamönnum. Niðurstöður Campana og félaga hafa þýðingu fyrir hættuflokkun hvalháfsins og verndaraðgerðir. Langlífi hans sem rannsóknin staðfestir þýðir að tegundin er í meiri hættu en ella. Almennt vaxa einstaklingar dýrategundar hratt og fjölga sér ört þegar þeir lifa stutt. Slíkar tegundir hafa þannig meira þol gegn rányrkju manna eða öðrum skakkaföllum. Þegar einstaklingar eru afar langlífir vaxa þeir almennt hægar og eignast tiltölulega fá afkvæmi. Þær tegundir eiga erfiðara með að endurnýja sig. „Þessi langlífu dýr fjölga sér mjög hægt þannig að það er mun auðveldara að útrýma þeim,“ segir Campana. Með betri þekkingu á raunverulegum aldri hvalháfa geta vísindamenn nú gefið alþjóðastofnunum nákvæmara mat á ástandi stofnsins og hvort óhætt sé að leyfa frekari veiðar í framtíðinni. Vísindi Dýr Kalda stríðið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Geislavirkt efni sem dreifðist út um allan heim í kjarnorkusprengjutilraunum heimsveldanna í kalda stríðinu gerði vísindamönnum kleift að aldursgreina hvalháfa, stærstu fiskategund í heimi, nákvæmlega í fyrsta skipti. Uppgötvunin er sögð undirstrika mikilvægi þess að vernda tegundina sem er í útrýmingarhættu. Torsótt hefur reynst í gegnum tíðina að aldursgreina hvalháfa en þeir hafa verið taldir geta náð allt að hundrað ára aldri. Þá, líkt og aðrar hákarla- og skötutegundir, skortir kvarnir sem eru jafnan notaðar til að greina aldur annarra fiskitegunda eins og þorsks og ýsu. Þess í stað hafa vísindamenn talið vaxtarhringi í hryggbeinum hákarlanna á sama hátt og trjáhringir eru notaðir til að áætla aldur trjáa. Steven Campana, kanadískur prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, sem er einn höfunda greinar um rannsóknina, segir að vandamálið við vaxtarhringina hafi verið óvissa um hversu margir slíkir hringir yrðu til á einu ári. „Maður sér vaxtarhringina en það er ekki eins auðvelt að telja þá og í tré. Það eru mismunandi aðferðir við það og það er hægt að fá mjög ólíkar aldursniðurstöður,“ segir Campana við Vísi. Því þurftu vísindamennirnir að leita annarra leiða til þess að skera á hnútinn. Styrkur geislavirks efnis varpar ljósi á aldurinn Kolefni-14 er er geislavirk samsæta sem er að finna í snefilmagni í náttúrunni og er gjarnan notað af fornleifafræðingum og sagnfræðingum til að aldursgreina gömul bein og muni. Í tilraunum heimsveldanna með kjarnorkusprengjur á tímum kalda stríðsins á 6. og 7. áratug síðustu aldar nærri því tvöfaldaðist styrkur kolefnis-14 í lofthjúpi jarðar tímabundið. Lifandi verur drukku efnið í sig og eru með það í sér enn þann dag í dag. Efnið er í það litlu magni að það er ekki hættulegt lífverunum en með réttu tækjunum er hægt að mæla það og nota toppa í styrk samsætunnar sem viðmið um aldur. Aðferðin hefur verið notuð til að aldursgreina um fimmtíu tegundir lífvera, allt frá trjám til skelfisks. Campana og félagar hans mældu þannig styrk kolefnis-14 í vaxtarhringjum í hryggjarbeinum tveggja hvalháfshræja sem voru geymd í Pakistan og Taívan. Styrkur samsætunnar gerði þeim kleift að áætla hversu ört hringirnir mynduðust og þannig ákvarða aldur dýranna. Í ljós kom að aðeins einn vaxtarhringur myndast á ári en ekki tveir. „Okkur tókst að staðfesta í fyrsta skipti að þessir hvalháfar væru jafngamlir og við töldum þá vera. Það var mikilvægt því það voru fyrri rannsóknir sem bentu til að þeir mynduðu tvo vaxtarhringi á ári og væru því helmingi yngri. Okkar tókst þannig að afskrifa þær rannsóknir,“ segir Campana. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Frontiers in Marine Science á mánudag. Sneiðmynd af hryggjarlið hvalháfs í Pakistan sem var notaður í rannsókninni. Fimmtíu vaxtarhringir sjást í beinunum.Paul Fanning/Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Pakistan Gætu orðið á bilinu fimmtíu til hundrað ára gamlir Annar hvalháfanna sem Campana og félagar rannsökuðu reyndist um fimmtíu ára gamall. Það er nokkuð gamalt á mælikvarða hákarla sem verða margir á bilinu tuttugu til þrjátíu ára gamlir. Mark Meekan frá Sjávarvísindastofnun Ástralíu í Perth og einn meðhöfunda Campana að rannsókninni segir breska ríkisútvarpinu BBC að niðurstöðurnar bendi til þess að hvalháfar gætu náð hárri elli og orðið allt að hundrað eða jafnvel hundrað og fimmtíu ára gamlir. Campana fer varlegar í sakirnar og segir ekki hægt að segja til um hámarksaldur háfanna að svo stöddu. Annar hákarlanna sem voru notaðir í rannsóknina var tíu metra langur og vitað sé að margir hvalháfar verði stærri en það. „Fimmtíu árin eru þannig nær örugglega ekki hámarksaldurinn. Það eru örugglega stærri og eldri dýr þarna úti. Hversu hár hámarksaldurinn gæti verið, veit ég ekki. Mig grunar að hann sé minna en hundrað ár en sannarlega á milli fimmtugs og hundrað ára,“ segir Campana. Frá því að byrjað var að nota samsætuaðferðina fyrir um fimmtán árum hafa vísindamenn komist að því að hákarlar og fiskar verða töluvert eldri en áður var talið. Campana segir að hvítháfurinn sé meðal annars fullkomið dæmi um það. „Núna höfum við séð að sumir hvítháfar verða allt að 73 ára gamlir. Það eru til háfar, sem eru litlir hákarlar sem finnast í kringum Ísland, sem verða um hundrað ára sums staðar í heiminum,“ segir Campana. Steven Campana, prófessor í líffræði við HÍ, festir gervihnattasendi á hámeri utan við austurströnd Kanada. Hámerinni var sleppt og sendirinni notaður til að fylgjast með ferðum hennar.Steven Campana Bætir mat og vernd stofnsins sem er í útrýmingarhættu Hvalháfar voru nýlega færðir úr tegund í hættu í útrýmingarhættu í hættuflokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) en stofn þeirra hefur hrunið við strendur Taílands og Taívan þar sem þeir eru veiddir en njóta einnig vinsælda hjá ferðamönnum. Niðurstöður Campana og félaga hafa þýðingu fyrir hættuflokkun hvalháfsins og verndaraðgerðir. Langlífi hans sem rannsóknin staðfestir þýðir að tegundin er í meiri hættu en ella. Almennt vaxa einstaklingar dýrategundar hratt og fjölga sér ört þegar þeir lifa stutt. Slíkar tegundir hafa þannig meira þol gegn rányrkju manna eða öðrum skakkaföllum. Þegar einstaklingar eru afar langlífir vaxa þeir almennt hægar og eignast tiltölulega fá afkvæmi. Þær tegundir eiga erfiðara með að endurnýja sig. „Þessi langlífu dýr fjölga sér mjög hægt þannig að það er mun auðveldara að útrýma þeim,“ segir Campana. Með betri þekkingu á raunverulegum aldri hvalháfa geta vísindamenn nú gefið alþjóðastofnunum nákvæmara mat á ástandi stofnsins og hvort óhætt sé að leyfa frekari veiðar í framtíðinni.
Vísindi Dýr Kalda stríðið Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent